Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 11.02.1928, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 11.02.1928, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN trygging þess, að það mum dafna og verða stéttinni til heilla. Áður hafa sjómannasamtökin hér m. a. strandað á því, að þau hafa verið of sambandslaus við heildina, ein- angruð frá hinum verklýðsfélög- unum. Sunnudaginn 5. Febr. var fé- lagið stofnað. Voru stofnendur mættir 34, en fleiri, sem ætluðu að vera með í stofnuninni, gátu ekki mætt, en verða þó með frá byrjun, svo um 50 mega óhætt teljast stofnendur. Nefndin lagði fram lagafrumvarp, er að mestu leyti var samþykt óbreytt. Ár- gjaldið í félaginu er 5 krónur, en inntökugjald 1 króna. Stjórnin er skipuð 6 m/önnum, sem allir eru kosnir í einu og allir eru starf- andi stjómarmeðlimir, en skifta með sér verkum. Þótti réttara að láta þá varamenn, sem ella standa utan stjómarinnar, taka fullan þátt í stjórnarstörfum með, því það er tíðara um sjómenn en aðra verkamenn, að þeir séu fjarver- andi og því nauðsynlegra, að fleiri þekki fullkomlega stjórnar- störfin. Þessir voru kosnir í stjóm: Ámi Valdimarsson, Einar Olgeirsson, Jóhann Kúld, Jón Árnason, ólafur Þórðarson og Zophonías Jónasson. Einar hafði stjórnað fundinum fyrir hönd Verkamannafélagsins og várð eftir beiðni sjómianna meðlimur félagsins; annars mega lögum samkvæmt, auk stofnenda, aðeins sjómenn vera félagar, og séu þeir ekki útgerðarmenn að bátum yfir 10 smálestir. Stjórnarstörfum var skift þannig: Formaður Jóhann Kúld, Gránufélagsgötu 17, ritari Árni Valdimarsson, Aðalstræti 24, gjaldkeri Zhophonías Jónasson, Gránufélagsgötu 16. Varastjóm: Einar Olgeirsson, Jón Árnason og ólafur Þórðarson. Sjómannafélagið er stofnað. Sjómenn hafa hafist handa. — Nú reynir á hvern einasta sjó- mann, er duga vill sjálfum sér og sinni stétt, að vinna ósleitilega að því, að fá sjómenn inn í félagið. Hver einasti sjómaður á Akur- eyri, sem skilur nauðsyn og mátt samtakanna, þarf að hafa sam- emast félagsskap stéttarbræðra sinna, áður vertíð byrjar. Og þá kemur röðin að sjómönnum ann- arstaðar á Norðurlandi. Verkefnið er mikið. Enginn góður drengur í sjómannastétt má nú liggja á liði sínu. -----o----- Eimskipafélagið og Norðurland. Vel fer á því, að menn séu hvattir til að styðja Eimskipafé- lag fslands í samkepninni við út- lendu félögin. Lélegur íslend- ingur vœri það, og fram úr lagi skammsýnn, sem ekki ósk- aði þess af heilum hug, að hagur innlenda félagsins mætti blómgast, og að því mætti auðn- ast að yfirstíga keppinauta sína. Það hljóta því að vera þegjandi samtök allra þeirra, sem skip nota, að láta að öðru jöfnu ís- lensku skipin sitja fyrir vöru- flutningum, og sömuleiðis að nota þau til ferðalaga, eftir því, sem við verður komið. En til þess að sú ræktarsemi geti almenn orðið, verða menn auðvitað að gera ráð fyrir að forráðamenn ísl. félags- ins hagi ferðum skipanna þannig, að sem hagfeldast geti orðið að nota þau. Á þessu þykir vera nokkur misbrestur, og það ekki að ástæðulausu. Á síðastliðnu ári þóttist félagið taka upp hraðferð- ir milli Norður-, Vestur- og Suð- urlands, í svipuðum anda og Sam- einaða félagið hafði áður upp tek- ið. En sá ljóður varð á með ferðir þessar, að þeim voru ætlaðir 6 dagar á áætluninni milli Akureyr- ar og Reykjavíkur, þar sem Sam- einuðu skipin fóru sömu leið á 2 dögum. Þessi munur blæddi ferðamönnum í augum, og kusu þeir sér því heldur farmeðdönsku skipunum, þótt þeir hefðu marg- falt heldur kosið að ferðast með hinumi Þeim fanst of mikið að leggja 4 daga fæðispeninga í söl- urnar fyrir þjóðCræknina, auk tímans, sem mörgum er dýrmiæt- ur. Oft og tíðum urðu skipin að liggja á höfnunum, til að bíða eft- ir áætlun, og komu svo iðulega til Reykjavíkur 1 eða 2 dögum fyr en áætlunin sagði til, svo ferðin styttist að mun. En þess gættu menn ekki, þegar þeir litu á áætl- unina og sneru því baki við skip- unum. Menn gættu heldur ekki hins, að þegar á sumarið leið, dvaldist dönsku skipunum einatt á Siglufirði á suðurleið, svo ferð þeirra varð oft og einatt lítið fljótari en hinna. En áætlunin blekti, óþarflega langdregin hjá þeim íslensku, en fljótar en við varð staðið hjá þeim dönsku. Nú á þessu ári er úr þessu bætt. Hraðferðirnar eru nú látn- ar ganga með sama hraða og hjá dönsku skipunum, nerna hvað tveimur höfnum er bætt inn á, í sumum ferðunum, og er ekkert við því að segja. En gallinn er, hve seint ferðir þessar byrja, hraðferðimar ekki fyr en í Júní- lok, og til þess tíma eru ferðir Eimskipafélagsins milli Akureyr- ar og Reykjavíkur óhæfilega strjálar. Núna líða t. d. nærri 10 vikur milli ferða til Reykjavíkur. Engin ferð fellur héðan til höf- uðstaðarins, með skipum Eim- skipafélagsins, frá 22. Jan. til 29. mars. Á þeim tíma falla aftur á móti 2 ferðir að sunnan, og verð- ur líklega að telja það viðunandií til þess að gera ekki óhæfilegar kröfur til félagsins. En hitt verð- ur að teljast óþolandi, að gefa heilan landsfjórðung alveg á náð- ir útlendu félaganna með ferðir til höfuðstaðarins í 2'/3 mánaðar, þó að vetri sé. Þetta verður því ó- fyrirgefanlegra, þegar þess er gætt, að félagið hefði mjög lítið þurft á sig að leggja, til þess að

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.